Leiðtogaskóli Íslands

LUF rekur Leiðtogaskóla Íslands (LSÍ) í Hinu Húsinu. Skólinn er sameiginlegur vettvangur aðildarfélaga LUF til að þjálfa persónulega hæfni, efla tengslanet, deila reynslu, auka getu og valdefla ungt fólk á Íslandi. Grunnþættir fræðslunnar á vegum LSÍ er lýðræði og mannréttindi í verki – þar sem sáttmáli Evrópuráðsins um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindafræðslu er notaður sem leiðarvísir. Evrópuráðið fjárstyrkir LSÍ, viðurkennir hann sem „gott fordæmi“ (e. best practice) og veitir LSÍ formlega viðurkenningu fyrir að stuðla að óformlegu námi, með vottun útskriftaskírteina.