Fundaraðstaða

Aðildarfélög LUF geta nýtt sér fundaraðstöðu í Hinu Húsinu við Pósthússtræti 3-5. Ýmsir kostir eru í boði fyrir m.a. stjórnarfundi, námskeið, vinnusmiðjur, aðalþing, ráðstefnur og aðra viðburði. Í boði eru sex mismunandi rými:

FundarherbergiðDómssalurinnLoftiðKjallarinnUpplýsingamiðstöðSkrifstofa LUF

Á 2. hæð Hins hússins er góð og formleg fundaraðstaða. Stórt fundarborð með sætum fyrir 14 einstaklinga. Hentar fyrir stjórnarfundi, smærri formlega fundi og fyrirlestra. Myndvarpi, sýningartjald, stór tússtafla og flettitafla er til staðar.

68m2 fjölnýtanlegt opið rými á þriðju hæð hússins með góðri lofthæð. Þar er hægt að stilla upp borðum og stólum fyrir um 30-40 manns. Rýmið hentar m.a. vel fyrir námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur o.fl.

Þar er hægt að stilla upp borðum og stólum fyrir um 40-50 manns.  Loftið er rúmgott og hentugt fjölnýtanlegt rými. 

Í kjallaranum er góð aðstaða fyrir tónleikahald og ýmiskonar uppákomur. Stórt, opið svæði, stórt eldhús, borð og stólar fyrir stóra hópa.  Hjólastólalyfta frá porti (Hafnarstræti).

Stórt rými með gamaldags húsgögnum.  Þar er skjávarpi og hljóðkerfi, sjónvarp, þráðlaust net, tölvur til almenningsafnota og fótboltaspil. Upplýsingamiðstöðun hentar fyrir stærri opna fundi, ráðstefnur, málþing og opnar vinnusmiðjur.

Fundaraðstaða fyrir allt að 10 manns, nettenging, tússtafla. Tímabundin vinnuaðstaða fyrir smærri félög.

Aðildarfélög LUF geta nýtt sér aðstöðuna sér að kostnaðarlausu eða gegn vægu gjaldi. Aðildarfélög LUF geta jafnframt nýtt sér starfsmann LUF við skipulag funda og/eða fundarstjórn, kostnaður fer ýmist eftir tímasetningu og umfangi. Nýting hússins utan opnunartíma er möguleg eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar fást hjá Tinnu Isebarn framkvæmdastjóra LUF í gegnum tinna.isebarn@youth.is eða í síma 561-1100. Ráðlagt er að hafa samband og panta aðstöðu með a.m.k. viku fyrirvara.